Ingibergur um handtöku Charisse Fairley: Lenti í einhverjum útistöðum síðasta sumar Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2023 07:30 Ingibergur Þór Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og Eva Braslis. Vísir/Hulda Margrét Charisse Fairley, leikmaður Grindavíkur, var handtekin í Bandaríkjunum þann 2. nóvember síðastliðinn. Fairley hefur spilað síðustu fjóra leiki með Grindavík eftir handtökuna. Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist annað en það að hún sé komin hingað aftur og með leyfi til þess að spila. Hún er okkar stelpa þar sem hún er hugljúf og góð. Við stöndum með henni og þess vegna er hún komin aftur.“ Mál Fairley rataði í fréttirnar skömmu eftir að hún var handtekin en hvernig horfði það við stjórn Grindavíkur? „Enn þann dag í dag veit ég ekki ekki almennilega hvað gerðist og ég veit ekki alveg um hvað málið snýst. Auðvitað dauðbrá manni þar sem hún var á leiðinni í frí í landsleikjahléi deildarinnar þar sem hún fór með öðrum leikmanni erlendis og var handtekin.“ „Þú getur verið handtekinn fyrir hraðasekt í Bandaríkjunum. Ég held og vona að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi og að hún sé komin til að vera.“ Þrátt fyrir að vita ekki allt um málið hafði Ingibergur ekki áhyggjur af því að Fairley væri að leyna einhverju frá Grindavík. „Ég veit að hún lenti í einhverjum í útistöðum síðasta sumar við einhverja manneskju. Ég hef í rauninni ekkert verið að draga upp úr henni hvað gerðist enda er það hlutverk þjálfarans frekar en mitt.“ Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Subway-deild kvenna á þessu ári. Leikmenn Grindavíkur eru því komnir í frí en Ingibergur hafði ekki áhyggjur af því að það yrðu eftirmálar af handtöku Fairley fari hún til Bandaríkjanna. „Nei, alls ekki. Annars hefði hún aldrei komið aftur. Það var skoðað hvort þetta mál væri ekki afgreitt svo hún væri ekki að fara á miðju tímabili eða á óheppilegum tíma fyrir liðið,“ sagði Ingibergur að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið í viðtali við Vísi. „Ég veit ekki almennilega hvað gerðist annað en það að hún sé komin hingað aftur og með leyfi til þess að spila. Hún er okkar stelpa þar sem hún er hugljúf og góð. Við stöndum með henni og þess vegna er hún komin aftur.“ Mál Fairley rataði í fréttirnar skömmu eftir að hún var handtekin en hvernig horfði það við stjórn Grindavíkur? „Enn þann dag í dag veit ég ekki ekki almennilega hvað gerðist og ég veit ekki alveg um hvað málið snýst. Auðvitað dauðbrá manni þar sem hún var á leiðinni í frí í landsleikjahléi deildarinnar þar sem hún fór með öðrum leikmanni erlendis og var handtekin.“ „Þú getur verið handtekinn fyrir hraðasekt í Bandaríkjunum. Ég held og vona að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi og að hún sé komin til að vera.“ Þrátt fyrir að vita ekki allt um málið hafði Ingibergur ekki áhyggjur af því að Fairley væri að leyna einhverju frá Grindavík. „Ég veit að hún lenti í einhverjum í útistöðum síðasta sumar við einhverja manneskju. Ég hef í rauninni ekkert verið að draga upp úr henni hvað gerðist enda er það hlutverk þjálfarans frekar en mitt.“ Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Subway-deild kvenna á þessu ári. Leikmenn Grindavíkur eru því komnir í frí en Ingibergur hafði ekki áhyggjur af því að það yrðu eftirmálar af handtöku Fairley fari hún til Bandaríkjanna. „Nei, alls ekki. Annars hefði hún aldrei komið aftur. Það var skoðað hvort þetta mál væri ekki afgreitt svo hún væri ekki að fara á miðju tímabili eða á óheppilegum tíma fyrir liðið,“ sagði Ingibergur að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira