Enn langt í milli Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. desember 2023 18:41 Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu halda áfram samningum fyrir hönd félaganna sem þau eru í forsvari fyrir. Vísir/Vilhelm Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins ganga hægt. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir flugumferðastjóra hafa fengið sama boð og aðrir fengu fyrir ári síðan. Arnar segist ósamála því. „Þá er skilningur okkar á því sem öðrum var boðið í síðustu samningaviðræðum ekki sá sami. Það er talsvert langt í milli enn þá,“ segir Arnar, sem vill einnig meina að fullyrðingar um að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar fjarri lagi. Aðspurður út í meðallaun flugumferðarstjóra, sem eru um 1,4 milljónir króna á mánuði, segir Arnar að kjaradeilan snúist ekki um þau. Meðallaun séu ekki grunnlaun, heldur ákvarðist þau líka af vaktaálagi, óreglulegum greiðslum, og óhóflegri yfirvinnu að sögn Arnars. Arnar minnist á réttarstöðunefndarskýrslu sem var unnin um síðustu aldamót, þar sem að sagði að flugumferðarstjórar ættu að bera sig saman við atvinnuflugmenn. „Í þeim samanburði erum við talsvert á eftir enn þá.“ Arnar segist vonast til þess að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun sem er á mánudaginn. Aðspurður út í reiði fólks vegna verkfallsins segist Arnar hafa heyrt af henni og skilja. „Ég skil það alveg. Það er ekkert skemmtilegt þegar röskun verður á ferðahugum. Ég sjálfur er svo sem ekki að sökkva mér í kommentakerfin eða neitt slíkt, en fólk getur haft sínar skoðanir eins og það vill.“ Sigríður Margrét segir alla samningsaðila vilja komast að niðurstöðu. „Við vitum það að ófriður á vinnumarkaði er alls ekki það sem almenningur eða íslenskt atvinnulíf þarf á að halda núna.“ Hún sagðist ekki vilja ræða um kröfur flugumferðastjóra. Það væri gert við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira