Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Helena Rós Sturludóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. desember 2023 08:30 Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, segir ákvörðun sem þessa hafa hræðilegar afleiðingar fyrir viðkvæman hóp fólks. Vísir/Einar Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. „Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira