Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2023 10:36 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. Haraldur vísar til frétta frá íbúafundi Grindvíkinga þann 12. desember síðastliðinn. Þar hafi komið fram að engin jól yrðu sennilega haldin í Grindavík þar sem ekki væri talið óhætt fyrir Grindvíkinga að flytja aftur heim fyrir áramót. Stór ástæða fyrir því væri sögð sú að Veðurstofan treysti sér ekki til þess að sjá um ásættanlegt eftirlit á svæðinu að næturlagi. „Má túlka þetta þannig, að ef Veðurstofan sendir inn á völlinn nægilegt lið til að halda vaktir dag og nótt, þá mætti opna bæinn?“ spyr Haraldur í pistli á eldfjallabloggi sínu vulkan.blog. Í viðtalsþætti á Vísi þann 21. nóvember síðastliðinn sagðist eldfjallafræðingurinn myndu fara heim fyrir jól, ef hann byggi í Grindavík. Kvikugangurinn undir bænum væri við það að storkna og líkur á eldgosi hverfandi. Nokkrum dögum síðar tóku Veðurstofan og Almannavarnir undir það mat Haraldar að kvikugangurinn væri að mestu storknaður. Hann var áður búinn að lýsa því mati sínu að atburðirnir í grennd við Grindavík væru fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingar, tengdar gliðnun Norður Ameríkuflekans til vesturs, frá Evrasíuflekanum í austri. Kvika væri vissulega fyrir hendi á svæðinu, en það væri ekki kvika sem réði ferðinni hér, heldur flekahreyfingar. Haraldur tekur þó fram að landrisið, fyrst í Fagradalsfjallseldstöðinni og síðar í kringum Þorbjörn og Bláa lónið, séu sennilega ótvíræð merki um að hraunkvika sé fyrir hendi neðst í eða undir jarðskorpunni. „Þrátt fyrir mikla gliðnun og hugsanlega myndun kvikugangs norðan Grindavíkur, þá hefur kvikan ekki náð enn upp á yfirborð,“ segir hann og bætir við: „Kvikuþrýstingur eða kvikumagn í bólunni nálægt botni jarðskorpunnar er ekki nægjanlegt til að valda eldgosi. Það er ekkert nýtt fyrirbæri á Íslandi, að jarðskorpan rifni og skjálfi, án þess að úr verði eldgos. Það er ekkert sem bendir til að það sé að vænta breytinga á þessu ástandi á næstunni. Þrátt fyrir það hafa Almannavarnir lokað Grindavíkurbæ og flutt alla íbúa á brott. Allt bendir til að sú lokun standi fram á næsta ár,“ segir eldfjallafræðingurinn. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.Skjáskot/Stöð 2 Og ennfremur: „Það er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif sem langtíma lokun og rýming bæjarins hefur á efnahag og enn fremur á hugarfar og sálarástand íbúanna sem nú eru í útlegð. Hver og einn getur reynt að setja sig í spor flóttafólksins. Að mínu áliti er lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem hefur rannsakað eldfjöll í sextíu ár. En skrif mín á blogginu hafa verið eins og hróp í eyðimörkinni. Enginn heyrir, og þeir sem heyra taka ekki mark á skoðunum aðila sem fylgir ekki hinni opinberu línu.“ Hann lýkur pistli sínum með þessum orðum: „Mér er reyndar óskiljanlegt hvers vegna Almannavarnir og Veðurstofan hafa haldið áfram lokun á Grindavík. Íslendingar hafa alltaf vitað að þeir búa á landi þar sem náttúrhamfarir eru óhjákvæmilegur þáttur lífsins. Það þarf seiglu til að búa á slíku landi og það er viss áhætta, en það er einmitt eitt af aðalsmerkjum Íslendinga.“ Tuttugu mínútna viðtal við Harald frá 21. nóvember má sjá hér: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Almannavarnir Veður Tengdar fréttir Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12. desember 2023 23:05 Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. 13. desember 2023 13:44 Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13. desember 2023 10:25 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Haraldur vísar til frétta frá íbúafundi Grindvíkinga þann 12. desember síðastliðinn. Þar hafi komið fram að engin jól yrðu sennilega haldin í Grindavík þar sem ekki væri talið óhætt fyrir Grindvíkinga að flytja aftur heim fyrir áramót. Stór ástæða fyrir því væri sögð sú að Veðurstofan treysti sér ekki til þess að sjá um ásættanlegt eftirlit á svæðinu að næturlagi. „Má túlka þetta þannig, að ef Veðurstofan sendir inn á völlinn nægilegt lið til að halda vaktir dag og nótt, þá mætti opna bæinn?“ spyr Haraldur í pistli á eldfjallabloggi sínu vulkan.blog. Í viðtalsþætti á Vísi þann 21. nóvember síðastliðinn sagðist eldfjallafræðingurinn myndu fara heim fyrir jól, ef hann byggi í Grindavík. Kvikugangurinn undir bænum væri við það að storkna og líkur á eldgosi hverfandi. Nokkrum dögum síðar tóku Veðurstofan og Almannavarnir undir það mat Haraldar að kvikugangurinn væri að mestu storknaður. Hann var áður búinn að lýsa því mati sínu að atburðirnir í grennd við Grindavík væru fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingar, tengdar gliðnun Norður Ameríkuflekans til vesturs, frá Evrasíuflekanum í austri. Kvika væri vissulega fyrir hendi á svæðinu, en það væri ekki kvika sem réði ferðinni hér, heldur flekahreyfingar. Haraldur tekur þó fram að landrisið, fyrst í Fagradalsfjallseldstöðinni og síðar í kringum Þorbjörn og Bláa lónið, séu sennilega ótvíræð merki um að hraunkvika sé fyrir hendi neðst í eða undir jarðskorpunni. „Þrátt fyrir mikla gliðnun og hugsanlega myndun kvikugangs norðan Grindavíkur, þá hefur kvikan ekki náð enn upp á yfirborð,“ segir hann og bætir við: „Kvikuþrýstingur eða kvikumagn í bólunni nálægt botni jarðskorpunnar er ekki nægjanlegt til að valda eldgosi. Það er ekkert nýtt fyrirbæri á Íslandi, að jarðskorpan rifni og skjálfi, án þess að úr verði eldgos. Það er ekkert sem bendir til að það sé að vænta breytinga á þessu ástandi á næstunni. Þrátt fyrir það hafa Almannavarnir lokað Grindavíkurbæ og flutt alla íbúa á brott. Allt bendir til að sú lokun standi fram á næsta ár,“ segir eldfjallafræðingurinn. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.Skjáskot/Stöð 2 Og ennfremur: „Það er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif sem langtíma lokun og rýming bæjarins hefur á efnahag og enn fremur á hugarfar og sálarástand íbúanna sem nú eru í útlegð. Hver og einn getur reynt að setja sig í spor flóttafólksins. Að mínu áliti er lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem hefur rannsakað eldfjöll í sextíu ár. En skrif mín á blogginu hafa verið eins og hróp í eyðimörkinni. Enginn heyrir, og þeir sem heyra taka ekki mark á skoðunum aðila sem fylgir ekki hinni opinberu línu.“ Hann lýkur pistli sínum með þessum orðum: „Mér er reyndar óskiljanlegt hvers vegna Almannavarnir og Veðurstofan hafa haldið áfram lokun á Grindavík. Íslendingar hafa alltaf vitað að þeir búa á landi þar sem náttúrhamfarir eru óhjákvæmilegur þáttur lífsins. Það þarf seiglu til að búa á slíku landi og það er viss áhætta, en það er einmitt eitt af aðalsmerkjum Íslendinga.“ Tuttugu mínútna viðtal við Harald frá 21. nóvember má sjá hér:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Almannavarnir Veður Tengdar fréttir Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12. desember 2023 23:05 Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. 13. desember 2023 13:44 Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13. desember 2023 10:25 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12. desember 2023 23:05
Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. 13. desember 2023 13:44
Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13. desember 2023 10:25
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49