Refsiábyrgð heilbrigðisstofnana orðin að lögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 16:06 Frumvarp Willums Þórs Þórssonar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana er orðið að lögum. Vísir/Vilhelm Frumvarp Willums Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsóknir alvarlegra atvika hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga og segir ráðherra þau marka tímamót. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira