Sara og Elvar áfram best á þessu ári Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 18:01 Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson eru orðin vön því að vera heiðruð sem körfuknattleiksfólk ársins. KKÍ Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð. Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira