Einstæð móðir rukkuð um tvöfalda leigu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2023 16:11 Kolbrún Jónsdóttir ásamt börnunum sínum. Andy Commins Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði. „Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
„Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira