Lagt upp með fjögurra ára samning Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. janúar 2024 12:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eru bjartsýnir en bíða eftir útspili stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa til skoðunar fjögurra ára kjarasamning. Launatölur hafa verið lagðar á borðið en formaður VR segir launaliðinn algjört aukaatriði þegar kemur að mögulegum ávinningi verkafólks. Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið inn í viðræðurnar. Blásið var til fundar í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara í morgun í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífisns við hina svokölluðu breiðfylkingu stéttarfélaga sem rúmlega nítíu prósent aðildarfélaga ASÍ hafa aðkomu að. Fundinum lauk um ellefuleytið og var nokkuð létt yfir fólki. Höfðu formenn verkalýðsfélaga að orði að þeir hefðu ekki orðið varir við annan eins samtakamátt í seinni tíð. Ekki mörg ljón í veginum „Ég er bjartsýnn varðandi okkur og Samtök atvinnulífsins. Ég held það séu ekki rosalega mörg ljón í veginum. Ég hef ögn meiri áhyggjur af aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir launaliðinn meðal þess sem væri til umræðu á fundum aðila. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm „Þess vegna erum við hér,“ segir Sigríður Margrét. „Ég hef trú á því að okkur takist þetta verkefni því ég finn hvað það er mikil samstaða milli þessarar breiðfylkingar stéttarfélaga.“ Sérfræðingar rýna í gögnin Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sérfræðingahópar samningsaðila muni vinna í allan dag við að bera saman gögn og fara yfir forsendur mögulegra samninga. „Ég myndi segja að tónninn hafi verið mjög jákvæður og uppbyggilegur. Það hefur ekkert breyst til hins verra,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Vilhelm „Við lögðum upp með þriggja ára samning en SA fimm ára. Við ætlum að fara sameiginlega með það að markmiði að skoða fjögurra ára samning sem er ágætis millilending til að byrja með og svo sjá hvernig fram vindur.“ Einhverjar tölur séu komnar á borðið. „En það eru svo margar forsendur sem þurfa að ganga upp. Bæði varðandi verðbólgumarkmið og hversu hratt vaxtalækkunarferlið á að vera. Aðkoma stjórnvalda og fleira. Þetta helst allt saman í hendur. Ef einn liður breytist þá breytast allir hinir. Markmið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriði þegar kemur að þeim ávinningi sem okkar fólk getur fengið út úr svona samningi.“ Hvað gerir ríkisstjórnin? Nú þurfi að heyrast frá stjórnvöldum. Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum á dögunum. „Við erum komin á þann tímapunkt að nú þurfa stjórnvöld að ákveða sig hvort þau ætli að koma að þessum samningum eins og við höfum lagt upp með. Það er það góður tónn í viðræðunum og samningsaðilar vita nákvæmlega hvað hvor annar er að hugsa þannig að stjórnvöld þurfa að gefa til kynna hvort þau ætli að vera hluti af þessu eða ekki. Ef þau ætla ekki að taka þátt þá er ljóst að þessar hugmyndir okkar og Samtaka atvinnulífsins eru algjörlega tilgangslausar og í raun fallnar um sjálft sig.“ Ragnar Þór ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn þar til annað kemur í ljós. „Ef stjórnvöld koma jafnuppbyggilega og jákvæð að þessu samtali, sömuleiðis sveitarfélög og fleiri aðilar, þá ætti þetta að ganga hratt og vel fyrir sig. Það eru ofboðslega mörg og flókin atriði sem snúa til dæmis að húsnæðismálunum.“ Næsti sameiginlega fundur samningsaðila hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Blásið var til fundar í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara í morgun í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífisns við hina svokölluðu breiðfylkingu stéttarfélaga sem rúmlega nítíu prósent aðildarfélaga ASÍ hafa aðkomu að. Fundinum lauk um ellefuleytið og var nokkuð létt yfir fólki. Höfðu formenn verkalýðsfélaga að orði að þeir hefðu ekki orðið varir við annan eins samtakamátt í seinni tíð. Ekki mörg ljón í veginum „Ég er bjartsýnn varðandi okkur og Samtök atvinnulífsins. Ég held það séu ekki rosalega mörg ljón í veginum. Ég hef ögn meiri áhyggjur af aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir launaliðinn meðal þess sem væri til umræðu á fundum aðila. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Vilhelm „Þess vegna erum við hér,“ segir Sigríður Margrét. „Ég hef trú á því að okkur takist þetta verkefni því ég finn hvað það er mikil samstaða milli þessarar breiðfylkingar stéttarfélaga.“ Sérfræðingar rýna í gögnin Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sérfræðingahópar samningsaðila muni vinna í allan dag við að bera saman gögn og fara yfir forsendur mögulegra samninga. „Ég myndi segja að tónninn hafi verið mjög jákvæður og uppbyggilegur. Það hefur ekkert breyst til hins verra,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/Vilhelm „Við lögðum upp með þriggja ára samning en SA fimm ára. Við ætlum að fara sameiginlega með það að markmiði að skoða fjögurra ára samning sem er ágætis millilending til að byrja með og svo sjá hvernig fram vindur.“ Einhverjar tölur séu komnar á borðið. „En það eru svo margar forsendur sem þurfa að ganga upp. Bæði varðandi verðbólgumarkmið og hversu hratt vaxtalækkunarferlið á að vera. Aðkoma stjórnvalda og fleira. Þetta helst allt saman í hendur. Ef einn liður breytist þá breytast allir hinir. Markmið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriði þegar kemur að þeim ávinningi sem okkar fólk getur fengið út úr svona samningi.“ Hvað gerir ríkisstjórnin? Nú þurfi að heyrast frá stjórnvöldum. Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum á dögunum. „Við erum komin á þann tímapunkt að nú þurfa stjórnvöld að ákveða sig hvort þau ætli að koma að þessum samningum eins og við höfum lagt upp með. Það er það góður tónn í viðræðunum og samningsaðilar vita nákvæmlega hvað hvor annar er að hugsa þannig að stjórnvöld þurfa að gefa til kynna hvort þau ætli að vera hluti af þessu eða ekki. Ef þau ætla ekki að taka þátt þá er ljóst að þessar hugmyndir okkar og Samtaka atvinnulífsins eru algjörlega tilgangslausar og í raun fallnar um sjálft sig.“ Ragnar Þór ætlar að leyfa sér að vera bjartsýnn þar til annað kemur í ljós. „Ef stjórnvöld koma jafnuppbyggilega og jákvæð að þessu samtali, sömuleiðis sveitarfélög og fleiri aðilar, þá ætti þetta að ganga hratt og vel fyrir sig. Það eru ofboðslega mörg og flókin atriði sem snúa til dæmis að húsnæðismálunum.“ Næsti sameiginlega fundur samningsaðila hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira