Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 20:00 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir skjálftann sem varð í gær þýða lítið sem ekki neitt. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll. Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll.
Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?