Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 16:57 Fyrsta geimskot Vulcan eldflaugarinnar heppnaðist vel. United Launch Alliance Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira