Allt að fjögur hundruð þúsund plastagnir í vatnsflöskum Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 16:34 Í fimm flöskum frá þremur fyrirtækjum fundust frá 110 þúsund til fjögur hundruð þúsund agnir, að meðaltali um 240 þúsund. AP/Luca Bruno Vatnsflaska úr plasti inniheldur gífurlegt magn örsmárra agna úr plasti sem fólk drekkur. Bandarískir vísindamenn fundu allt að fjögur hundruð þúsund slíkar agnir í lítraflösku en stór hluti þeirra endar inn í mannfólki sem drekkur vatnið. Umræddir vísindamenn tóku fimm flöskur frá þremur fyrirtækjum sem setja vatn í plastflöskur og selja og notuðu tækni sem þeir þróuðu, þar sem notast er við smásjár og leysigeisla, til að greina plastagnir í vatninu. Agnirnar eru innan við míkron í þvermál, sem er einn milljónasti úr metra. Þvermál hárs er um 83 míkron. Í flöskunum fimm fundust frá 110 þúsund til fjögur hundruð þúsund agnir, að meðaltali um 240 þúsund, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fréttaveitan segir að sambærilegar rannsóknir hafi skoðað mun stærri plastagnir og þær hafi verið töluvert minni. Vitnað er í forsvarsmann rannsóknarinnar, Naixin Qian, sem segir útlit fyrir að mest af plastinu komi úr flöskunum sjálfum og frá síu sem ætlað er að halda efnum úr vatninu. Vísindamenn hafa ekki sagt til um hvort þessar smáu plastagnir ógni heilsu fólks. Einn viðmælandi AP sagði það til rannsóknar en vitað væri að þær skiluðu sér inn í vefi dýra og manna. Núverandi rannsóknir snerust margar um það að finna svör við því hafa áhrif þessar agnir hafa á frumur í líkömum dýra og manna. Í svari frá alþjóðlegum samtökum vatnsflöskufyrirtækja við fyrirspurn AP segir að á meðan spurningum um áhrif þessara agna á heilsufar fólks sé ósvarað, sé rannsóknum eins og þeirri sem um ræðir, eingöngu ætlað að hræða fólk. Vísindamenn segja vísbendingar um að plastagnir í frumum fólks geti valdið skaða og meðal annars krabbameini. Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. 8. maí 2020 09:00 Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. ágúst 2021 19:08 64 prósent fýla með plast í meltingarvegi Þá voru 13 prósent fýlanna með yfir 0,1 grömm af plasti í meltingarvegi. 8. nóvember 2019 09:42 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Umræddir vísindamenn tóku fimm flöskur frá þremur fyrirtækjum sem setja vatn í plastflöskur og selja og notuðu tækni sem þeir þróuðu, þar sem notast er við smásjár og leysigeisla, til að greina plastagnir í vatninu. Agnirnar eru innan við míkron í þvermál, sem er einn milljónasti úr metra. Þvermál hárs er um 83 míkron. Í flöskunum fimm fundust frá 110 þúsund til fjögur hundruð þúsund agnir, að meðaltali um 240 þúsund, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fréttaveitan segir að sambærilegar rannsóknir hafi skoðað mun stærri plastagnir og þær hafi verið töluvert minni. Vitnað er í forsvarsmann rannsóknarinnar, Naixin Qian, sem segir útlit fyrir að mest af plastinu komi úr flöskunum sjálfum og frá síu sem ætlað er að halda efnum úr vatninu. Vísindamenn hafa ekki sagt til um hvort þessar smáu plastagnir ógni heilsu fólks. Einn viðmælandi AP sagði það til rannsóknar en vitað væri að þær skiluðu sér inn í vefi dýra og manna. Núverandi rannsóknir snerust margar um það að finna svör við því hafa áhrif þessar agnir hafa á frumur í líkömum dýra og manna. Í svari frá alþjóðlegum samtökum vatnsflöskufyrirtækja við fyrirspurn AP segir að á meðan spurningum um áhrif þessara agna á heilsufar fólks sé ósvarað, sé rannsóknum eins og þeirri sem um ræðir, eingöngu ætlað að hræða fólk. Vísindamenn segja vísbendingar um að plastagnir í frumum fólks geti valdið skaða og meðal annars krabbameini.
Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. 8. maí 2020 09:00 Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. ágúst 2021 19:08 64 prósent fýla með plast í meltingarvegi Þá voru 13 prósent fýlanna með yfir 0,1 grömm af plasti í meltingarvegi. 8. nóvember 2019 09:42 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. 8. maí 2020 09:00
Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. ágúst 2021 19:08
64 prósent fýla með plast í meltingarvegi Þá voru 13 prósent fýlanna með yfir 0,1 grömm af plasti í meltingarvegi. 8. nóvember 2019 09:42