„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2024 19:52 Viðar Örn Hafsteinsson var vægast sagt ósáttur við spilamennsku sinna manna í fjórða leikhluta gegn Blikum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40