Forsetinn boðar samstöðu og enga uppgjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 20:36 Eldgosið í og norðan Grindavíkur sést vel af sjó. Vísir/RAX Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp. Guðni ávarpaði þjóðina klukkan átta í kvöld. „Nú hefur það gerst sem við vonuðum öll að ekki myndi gerast. Nú hefur það gerst að hraun rennur inn í Grindavíkurbæ, þessa blómlegu byggð þar sem fólk hlúði að sínu, stundaði sjósókn og aðra atvinnu; ræktaði sitt samfélag í góðri sátt við guð og menn. Áfram vonum við að allt fari eins vel og hægt er, andspænis ægimætti náttúruaflanna. Fyrir nokkrum mánuðum tókst að rýma bæinn eftir skelfilega skjálftahrinu. Þá skipti öllu að bjarga mannslífum, rétt eins og nú. Því er hugur minn og annarra hjá ástvinum Lúðvíks Péturssonar, mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík í vikunni sem leið,“ sagði Guðni. Ávarpið má heyra hér að neðan. Vísað hann þar til skelfilegs slyss í vikunni þar sem Lúðvík féll í sprungu við jarðvegsvinnu við stóru sprunguna í Grindavík. Fámenn þjóð veðri að stórri fjölskyldu „Við vitum ekki hvernig þessum eldsumbrotum vindur fram en getum samt gert það sem í okkar valdi stendur til að minnka tjón vegna þeirra. Því munum við áfram sinna og við munum áfram standa saman, við munum sýna samkennd, samúð og samstöðu. Já, við skulum áfram hugsa hlýtt til þeirra sem hafa ekki getað búið á heimilum sínum að undanförnu, þeirra sem þurfa nú að fylgjast með hraunelfum í og við byggðarlag sitt. Ég þakka líka þeim fjölmörgu sem hafa boðið Grindvíkingum húsaskjól og aðra aðstoð í stóru sem smáu. Þá þakka ég öllum sem unnið hafa á vettvangi þessara válegu viðburða, auk einvalaliðs vísindamanna sem rýna í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni minnti á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þjóðin þyrfti að bregðast við brýnni vá vegna jarðelda. „Síðar í þessum mánuði er fimmtíu og eitt ár liðið frá upphafi eldgossins mikla á Heimaey. Þá rann hraun síðast yfir híbýli hér á landi og þá sagði Kristján Eldjárn forseti: „Það þarf minna en þessi ósköp til að Íslendingar finni að þessi fámenna þjóð er líkust stórri fjölskyldu sem veit að það sem á einn er lagt, það er lagt á alla.“ Þessi orð eru enn í fullu gildi. “ Þegar á reyni standi Íslendingar saman. „Vissulega hafa Grindvíkingar og við öll vonast til þess að senn muni þessum hamförum linna, að senn geti fólk snúið til síns heima. Nú er allt í uppnámi en við þurfum áfram að eiga von. Sú von má í sumu byggjast á trú. Í Eyjum æddi hraunið og aska lagðist yfir byggðina alla. Sáluhliðið við kirkjuna brast þó ekki. „Ég lifi og þér munuð lifa“, stóð á hliðinu og stendur enn,“ sagði Guðni um hliðið í Eyjum. Um hvað reiddust goðin? „En von okkar má líka byggjast á raunsæi, á vísindalegri þekkingu og getu okkar til að hafa betur en náttúruöflin, þrátt fyrir allt. „Um hvað reiddust goðin þá, er hér hrann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Þannig svaraði Snorri goði þegar því var haldið fram á Þingvöllum fyrir rúmum þúsund árum að goð hefðu reiðst kristnum mönnum og refsað með því að láta hraun renna á bæi.“ Síðan þá hafi landsmenn þolað ýmsar þrautir, kynslóð af kynslóð, en um leið notið gæða landsins, þessa ægifagra lands. „Nú bíðum við og vonum og tökum því sem að höndum ber. Nú þurfa öll okkar framtíðaráform að taka mið af því að öflugt umbrotaskeið virðist hafið á Reykjanesskaga. En við munum ekki gefast upp. Grindvíkingar hafa reynst æðrulausir og þrautseigir: það er skylda okkar allra að tryggja að þeir geti áfram sýnt sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr, að þeir geti áfram átt heimili, notið öryggis og leyft sér að horfa björtum augum fram á veg. Þetta gerum við saman, við Íslendingar. Já, við gefumst ekki upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Forseti Íslands Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Guðni ávarpaði þjóðina klukkan átta í kvöld. „Nú hefur það gerst sem við vonuðum öll að ekki myndi gerast. Nú hefur það gerst að hraun rennur inn í Grindavíkurbæ, þessa blómlegu byggð þar sem fólk hlúði að sínu, stundaði sjósókn og aðra atvinnu; ræktaði sitt samfélag í góðri sátt við guð og menn. Áfram vonum við að allt fari eins vel og hægt er, andspænis ægimætti náttúruaflanna. Fyrir nokkrum mánuðum tókst að rýma bæinn eftir skelfilega skjálftahrinu. Þá skipti öllu að bjarga mannslífum, rétt eins og nú. Því er hugur minn og annarra hjá ástvinum Lúðvíks Péturssonar, mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík í vikunni sem leið,“ sagði Guðni. Ávarpið má heyra hér að neðan. Vísað hann þar til skelfilegs slyss í vikunni þar sem Lúðvík féll í sprungu við jarðvegsvinnu við stóru sprunguna í Grindavík. Fámenn þjóð veðri að stórri fjölskyldu „Við vitum ekki hvernig þessum eldsumbrotum vindur fram en getum samt gert það sem í okkar valdi stendur til að minnka tjón vegna þeirra. Því munum við áfram sinna og við munum áfram standa saman, við munum sýna samkennd, samúð og samstöðu. Já, við skulum áfram hugsa hlýtt til þeirra sem hafa ekki getað búið á heimilum sínum að undanförnu, þeirra sem þurfa nú að fylgjast með hraunelfum í og við byggðarlag sitt. Ég þakka líka þeim fjölmörgu sem hafa boðið Grindvíkingum húsaskjól og aðra aðstoð í stóru sem smáu. Þá þakka ég öllum sem unnið hafa á vettvangi þessara válegu viðburða, auk einvalaliðs vísindamanna sem rýna í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni minnti á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þjóðin þyrfti að bregðast við brýnni vá vegna jarðelda. „Síðar í þessum mánuði er fimmtíu og eitt ár liðið frá upphafi eldgossins mikla á Heimaey. Þá rann hraun síðast yfir híbýli hér á landi og þá sagði Kristján Eldjárn forseti: „Það þarf minna en þessi ósköp til að Íslendingar finni að þessi fámenna þjóð er líkust stórri fjölskyldu sem veit að það sem á einn er lagt, það er lagt á alla.“ Þessi orð eru enn í fullu gildi. “ Þegar á reyni standi Íslendingar saman. „Vissulega hafa Grindvíkingar og við öll vonast til þess að senn muni þessum hamförum linna, að senn geti fólk snúið til síns heima. Nú er allt í uppnámi en við þurfum áfram að eiga von. Sú von má í sumu byggjast á trú. Í Eyjum æddi hraunið og aska lagðist yfir byggðina alla. Sáluhliðið við kirkjuna brast þó ekki. „Ég lifi og þér munuð lifa“, stóð á hliðinu og stendur enn,“ sagði Guðni um hliðið í Eyjum. Um hvað reiddust goðin? „En von okkar má líka byggjast á raunsæi, á vísindalegri þekkingu og getu okkar til að hafa betur en náttúruöflin, þrátt fyrir allt. „Um hvað reiddust goðin þá, er hér hrann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Þannig svaraði Snorri goði þegar því var haldið fram á Þingvöllum fyrir rúmum þúsund árum að goð hefðu reiðst kristnum mönnum og refsað með því að láta hraun renna á bæi.“ Síðan þá hafi landsmenn þolað ýmsar þrautir, kynslóð af kynslóð, en um leið notið gæða landsins, þessa ægifagra lands. „Nú bíðum við og vonum og tökum því sem að höndum ber. Nú þurfa öll okkar framtíðaráform að taka mið af því að öflugt umbrotaskeið virðist hafið á Reykjanesskaga. En við munum ekki gefast upp. Grindvíkingar hafa reynst æðrulausir og þrautseigir: það er skylda okkar allra að tryggja að þeir geti áfram sýnt sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr, að þeir geti áfram átt heimili, notið öryggis og leyft sér að horfa björtum augum fram á veg. Þetta gerum við saman, við Íslendingar. Já, við gefumst ekki upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Forseti Íslands Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira