Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 18:45 Frá hægri: Sigurður Örn, Edda Björk, og Hildur Sólveig. Samsett Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins. Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins.
Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30