„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 16:31 Helga Árnadóttir segir forsvarsmenn Bláa lónsins vinna í nánu samstarfi við yfirvöld og almannavarnir. Vísir/Arnar Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira