„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 13:44 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Vantrauststillaga vofir yfir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þing kemur saman eftir jólafrí á morgun, og Inga Sæland hefur boðað slíka tillögu, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Svandís hafi gerst brotleg við lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar í sumar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það liggja á borði Vinstri grænna hvernig axla eigi ábyrgð, þegar tillagan verður fram komin. „Ég leyfi mér að segja að mér þykir gagnrýnivert hversu langan tíma þetta hefur tekið hjá þeim,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en álitið var birt 5. janúar síðastliðinn. Hildur segir málið hafa verið rætt mikið innan þingflokksins frá því í sumar. Álit umboðsmanns sé alvarlegt, en það hafi ekki komið á óvart. „En við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna,“ segir Hildur og leggur áherslu á að viðbrögðin skipti máli. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það breytir hinni pólitísku stöðu hvort VG ætlar að bregðast með einhverjum hætti við, og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíður eftir því. Við sjáum hvað setur í því. Það er ekki tímabært að við setjumst formlega yfir þetta fyrr en þetta allt saman liggur fyrir, en þá munum við að sjálfsögðu gera það.“ Trúir ekki að VG aðhafist ekkert Svandís hefur sagt að hún telji álit umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar. Það hefur forsætisráðherra tekið undir. „Þetta voru viðbrögð ráðherranna þegar álitið kom fyrst fram. Ég sagði af því tilefni þá að ég hreinlega tryði því ekki að Vinstri græn, sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur, ætlaði að láta þar við sitja gagnvart alvarlegu áliti umboðsmanns. Þannig að við skulum taka eitt skref í einu. Við bíðum ennþá þeirra viðbragða,“ segir Hildur. En hver gætu viðbrögðin verið, önnur en að ráðherrann færi frá? „Eins og ég segi, mér finnst rétt að það sé VG sem komi fram með það sem þau telji að sé rétt að gera.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10. janúar 2024 19:13
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37