Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:59 Pípulagningamenn og aðrir viðbragðsaðilar hafi verið í Grindavík undanfarna daga við að yfirfara hús. Þá var Bláa lónið opnað í gær. Hins vegar er bærinn enn formlega lokaður. Vísir/Björn Steinbekk Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira