Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 07:54 Reykur yfir Gasa. Myndin er tekin um helgina. Alls eru 25 þúsund látin á Gasa frá því að árásir Ísraela hófust þann 7. október í kjölfar árása Hamas í Ísrael. 1.300 létust í árásum Hamas. Vísir/EPA Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins. Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins.
Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15