Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 08:39 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“ Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“
Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira