Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 11:12 Sema Erla er formaður stjórnar Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira