Hver dagur eins og vika fyrir Grindvíkinga og því þurfi að vinna hratt Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 23:42 Bryndís Gunnlaugsdóttir segir að ríkisstjórnin verði að vinna hratt og í samtali við Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin hyggst koma Grindvíkingum í skjól með aðgerðum sem voru kynntar í dag en nánari útfærsla liggur þó ekki fyrir. Grindvíkingur segir mikilvægt að íbúar fái val um hvort þeir fari heim til Grindavíkur eða ekki. Íbúar séu vongóðir en lifi enn í óvissu og því þurfi ríkisstjórnin að vinna hratt og örugglega. Eftir fundi með helstu sérfræðingum og hagsmunaaðilum um málefni Grindavíkur síðustu daga kynnti ríkisstjórnin aðgerðir fyrir íbúa á blaðamannafundi á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ætli að skapa forsendur til að Grindvíkingar geti nýtt fjármuni sem liggur í húsnæði þeirra svo þeir geti keypt sér annars staðar. Það felst meðal annars í því að ráðast á í húsnæðisuppbyggingu, skilyrði um skammtímaleigu íbúða verða þrengd, alls verða keyptar 260 skammtímaíbúðir fyrir Grindvíkinga og ríkið greiðir vexti og verðbætur af húsnæðislánum þeirra íbúa sem selja ekki í Grindavík. Þá fá þeir sem missa störf sín í bænum greidd laun þar til í sumar og níutíu prósent af kostnaði vegna leigu verða greidd til júníloka. Loks ætlar ríkisstjórnin að tryggja Grindvíkingum aðgengi, aðstoð og geymslur til verðmætabjörgunar. Nánari útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp eiga að liggja fyrir snemma í næsta mánuði. Bryndís Gunnlaugsdóttir, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Grindavíkur, vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í síðustu viku. Berghildur Erla ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðgerðir enn óljósar en íbúar vongóðir Bryndísi finnst að ástand húsa í Grindavík eigi ekki að skipta máli í uppgjöri, fólk verði að fá að velja hvort það snúi aftur eða ekki og miða þurfi úrræði við þá sem eiga íbúðir í bænum en ekki bara þá sem eru með lögheimili. Hvernig líst þér á þessar aðgerðir? „Þetta er auðvitað mjög óljóst ennþá hvað var uppkaupin en ég ætla að leyfa mér að vera vongóð. Það eru svona þrjú atriði sem mér finnst skipta mestu máli,“ segir Bryndís. „Í fyrsta lagi að uppgjör við íbúa, reiknireglan, verði eins alveg sama hvort húsin okkur eru heil eða ónýt. Í öðru lagi að þessi eignatengslatillaga sé valkvæð þannig fólk velji hvort það vilji fara heim eða ekki, sumir vilja fara heim og aðrir ekki. Í þriðja lagi finnst mér líka skipta máli að þessi útfærsla sé fyrir allar íbúðir í Grindavík vegna þess í dag eru öll úrræði miðuð bara við fólk með lögheimili í Grindavík en fjöldi fólks á íbúðir í Grindavík sem þau búa ekki í og það þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. Hefurðu heyrt í íbúum úr Grindavík í dag „Það er ótrúlegur fjöldi búinn að hafa samband við mig í dag og frá því á þriðjudaginn. Það sem ég heyri mjög sterkt er þetta að fólk vill val um hvort það eigi að fara heim eða ekki og sérstaklega þetta með eignatengslin. Sumir vilja halda í eignina sína og eru búnir að setja mikla ást og umhyggju í að byggja upp hús á meðan aðrir treysta sér alls ekki heim og vilja fá að byrja upp á nýtt,“ segir hún. Mikilvægt að talað sé við íbúa Þessi pakki sem var kynntur í dag, fann fólk yfir létti yfir því að það væri að minnsta kosti verið að gera eitthvað? „Ég upplifi að íbúar eru vongóðir en Villi Árna sagði á þingi í dag að einn dagur í lífi venjulegs fólks er eins og vika fyrir Grindvíkinga. Þannig jú við erum vongóð en við erum enn í óvissu, enn að bíða og ég treysti því að stjórnvöld vinni hratt og örugglega og þetta komi snemma í febrúar eins og þau lofuðu,“ segir Bryndís. Finnst þér mikilvægt að það sé rætt við íbúa í þessu samstarfi? „Já, ég held að það sé mjög mikilvægt vegna þess að við erum 3.700 íbúar og við erum öll í áfalli. Það eru búin að vera fimm áföll á stuttum tíma. Bæjarstjórnin er að standa sig vel en það þarf að tala milliliðalaust við íbúa, bæði af bæjarstjórninni og af ríkisstjórninni. Í raun og veru vona ég að það verði gerð íbúakönnun þar sem fólk getur sagt hvaða leiðir það vill fara,“ segir hún að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Eftir fundi með helstu sérfræðingum og hagsmunaaðilum um málefni Grindavíkur síðustu daga kynnti ríkisstjórnin aðgerðir fyrir íbúa á blaðamannafundi á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin ætli að skapa forsendur til að Grindvíkingar geti nýtt fjármuni sem liggur í húsnæði þeirra svo þeir geti keypt sér annars staðar. Það felst meðal annars í því að ráðast á í húsnæðisuppbyggingu, skilyrði um skammtímaleigu íbúða verða þrengd, alls verða keyptar 260 skammtímaíbúðir fyrir Grindvíkinga og ríkið greiðir vexti og verðbætur af húsnæðislánum þeirra íbúa sem selja ekki í Grindavík. Þá fá þeir sem missa störf sín í bænum greidd laun þar til í sumar og níutíu prósent af kostnaði vegna leigu verða greidd til júníloka. Loks ætlar ríkisstjórnin að tryggja Grindvíkingum aðgengi, aðstoð og geymslur til verðmætabjörgunar. Nánari útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp eiga að liggja fyrir snemma í næsta mánuði. Bryndís Gunnlaugsdóttir, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Grindavíkur, vakti mikla athygli fyrir vaska framgöngu á íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í síðustu viku. Berghildur Erla ræddi við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðgerðir enn óljósar en íbúar vongóðir Bryndísi finnst að ástand húsa í Grindavík eigi ekki að skipta máli í uppgjöri, fólk verði að fá að velja hvort það snúi aftur eða ekki og miða þurfi úrræði við þá sem eiga íbúðir í bænum en ekki bara þá sem eru með lögheimili. Hvernig líst þér á þessar aðgerðir? „Þetta er auðvitað mjög óljóst ennþá hvað var uppkaupin en ég ætla að leyfa mér að vera vongóð. Það eru svona þrjú atriði sem mér finnst skipta mestu máli,“ segir Bryndís. „Í fyrsta lagi að uppgjör við íbúa, reiknireglan, verði eins alveg sama hvort húsin okkur eru heil eða ónýt. Í öðru lagi að þessi eignatengslatillaga sé valkvæð þannig fólk velji hvort það vilji fara heim eða ekki, sumir vilja fara heim og aðrir ekki. Í þriðja lagi finnst mér líka skipta máli að þessi útfærsla sé fyrir allar íbúðir í Grindavík vegna þess í dag eru öll úrræði miðuð bara við fólk með lögheimili í Grindavík en fjöldi fólks á íbúðir í Grindavík sem þau búa ekki í og það þarf að taka tillit til þess,“ segir hún. Hefurðu heyrt í íbúum úr Grindavík í dag „Það er ótrúlegur fjöldi búinn að hafa samband við mig í dag og frá því á þriðjudaginn. Það sem ég heyri mjög sterkt er þetta að fólk vill val um hvort það eigi að fara heim eða ekki og sérstaklega þetta með eignatengslin. Sumir vilja halda í eignina sína og eru búnir að setja mikla ást og umhyggju í að byggja upp hús á meðan aðrir treysta sér alls ekki heim og vilja fá að byrja upp á nýtt,“ segir hún. Mikilvægt að talað sé við íbúa Þessi pakki sem var kynntur í dag, fann fólk yfir létti yfir því að það væri að minnsta kosti verið að gera eitthvað? „Ég upplifi að íbúar eru vongóðir en Villi Árna sagði á þingi í dag að einn dagur í lífi venjulegs fólks er eins og vika fyrir Grindvíkinga. Þannig jú við erum vongóð en við erum enn í óvissu, enn að bíða og ég treysti því að stjórnvöld vinni hratt og örugglega og þetta komi snemma í febrúar eins og þau lofuðu,“ segir Bryndís. Finnst þér mikilvægt að það sé rætt við íbúa í þessu samstarfi? „Já, ég held að það sé mjög mikilvægt vegna þess að við erum 3.700 íbúar og við erum öll í áfalli. Það eru búin að vera fimm áföll á stuttum tíma. Bæjarstjórnin er að standa sig vel en það þarf að tala milliliðalaust við íbúa, bæði af bæjarstjórninni og af ríkisstjórninni. Í raun og veru vona ég að það verði gerð íbúakönnun þar sem fólk getur sagt hvaða leiðir það vill fara,“ segir hún að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Aðgerðir upp á tugi milljarða Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar. 22. janúar 2024 15:02
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent