Pallborðið í dag: Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. janúar 2024 11:01 Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru í Pallborðinu í dag. vísir/arnar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu. Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42