Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 12:00 Plymouth Rock hænur þóttu líklegar til að gera stöðu íslensku landnámshænunnar enn erfiðari og var beiðni um innflutning á frjóum eggjum þeirra því hafnað. Getty/Sven-Erik Arndt Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum.
Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira