Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 13:08 Brynjar Níelsson hóf störf hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október síðastliðnum. Vinnur hann þar við frumvarpsgerð og önnur verkefni sem undir ráðuneytið heyra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögmaður, sem verður formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. „Það þarf að vanda vel til verka við innleiðingu EES-reglna svo þær leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í tilkynningu. Brynjar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013-2021 náði ekki inn á þing í kosningunum 2021, var ráðinn starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins í október þegar Bjarni var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshópinn á fundi sínum 13. október, en nýlega var ráðist í samskonar úttekt á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnt var fyrr í dag. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Getur hópurinn lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Vistaskipti Tengdar fréttir Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Í hópnum eiga sæti Brynjar Níelsson, lögmaður, sem verður formaður hópsins, dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. „Það þarf að vanda vel til verka við innleiðingu EES-reglna svo þær leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í tilkynningu. Brynjar, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013-2021 náði ekki inn á þing í kosningunum 2021, var ráðinn starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins í október þegar Bjarni var fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshópinn á fundi sínum 13. október, en nýlega var ráðist í samskonar úttekt á málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnt var fyrr í dag. Starfshópurinn skal taka mið af fyrri vinnu og skoða einstök tilvik um gullhúðun sem hópurinn fær ábendingar um eða hafa komið fram á öðrum vettvangi. Getur hópurinn lagt til almennar úrbætur eða vegna einstakra mála sem eru til þess fallnar að draga úr áhættunni á að gullhúðun eigi sér stað.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Vistaskipti Tengdar fréttir Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. 13. október 2023 14:30
Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. 16. júlí 2023 07:00