Grindvíkingar komist vonandi sem fyrst heim að sækja verðmæti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:49 Víðir segir veður hafa sett strik í reikningin en að vinna haldi áfram. Stöð 2 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að gefa Grindvíkingum búsettum vestan Víkurbrautarinnar kost á því að komast heim til sín sem fyrst að sækja verðmæti. Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við. Grindavík Almannavarnir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við.
Grindavík Almannavarnir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira