Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 22:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Geoff Stellfox Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Af þessum 83,3 milljónum eru 18,3 miskabætur og 65 refsibætur. Honum hafði þegar verið gert að greiða henni tæpar sjöhundruð milljónir í kynferðisbrotamáli fyrir minna en ári síðan. Carroll sakaði Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Trump neitaði sök og sakaði hana á móti um að vera pólitískur útsendari og að hafa logið þessu upp á hann til að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Í kjölfar kæru Carroll á Trump fyrir téð kynferðisbrot urðu ærumeiðingarnar fleiri og var þeim bætt við málið sem niðurstaða náðist í í dag. Málinu verði áfrýjað Trump sjálfur var ekki viðstaddur þegar niðurstaða í málinu var tilkynnt af kviðdómi. Hann tjáði sig um málið stuttu seinna á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar kallar hann niðurstöðuna „gjörsamlega fáránlega“ og sagðist munu áfrýja málinu. „Gjörsamlega fáránlegt! Ég er hjartanlega ósammála báðum úrskurðum, og mun áfrýja öllum þessum nornaveiðum á vegum Bidens á mér og Repúblikanaflokknum. Dómskerfið okkar er stjórnlaust og verið er að nota það sem pólitískt vopn. Þeir hafa tekið frá okkur öll réttindi fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. ÞETTA ERU EKKI BANDARÍKIN!“ skrifar hann. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um aðskilnað ríkis og kirkju og að bandaríska þinginu sé óhemilt að setja lög sem skerða trúfrelsi, tjáningarfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi eða frelsi fólks til að leita réttar síns hjá ríkinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira