Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 18:25 Laun hafa haldið í við verðlagið, en ekki mikið meira en það. Vísir/Vilhelm Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira