Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 22:00 Ekki liggur fyrir hvaða fólk mennirnir voru ráðnir til að myrða en annað þeirra er sagt hafa flúið frá Íran. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði ákærur gegn mönnunum þremur í dag. AP/Alex Brandon Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn. Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn.
Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira