Bjarni býður sig fram til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 08:08 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira