„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 10:30 Deandre Kane er mjög litríkur og skemmtilegur leikmaður. Grindvíkingar eru alltaf skeinuhættir með svo öflugan leikmann innanborðs. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér. Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér.
Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira