Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 15:45 Brynjar fékk sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því. Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því.
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira