Emilie: Við ætlum að vinna bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn Árni Jóhannsson skrifar 31. janúar 2024 22:31 Emilie Hesseldal og Ásta Júlía í baráttu. Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Njarðvíkingar unnu sinn áttunda leik í röð þegar Valskonur litu við í heimsókn í Ljónagryfjuna í 16. umferð Subway deildar kvenna. Leiknum lauk 79-67 og Emilie Hesseldal stýrði sínum konum til sigur, skilaði 28 stigum og 15 fráköstum. Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00