LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 17:08 Helgi Magnús varasaksóknari er meðlimur í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“ og hefur látið til sín taka í umræðu um gagnsemi þeirrar atvinnugreinar. Sem þykir ekki heppilegt í ljósi þess að ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur verið kærð til saksóknara. vísir/vilhelm/arnar Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru. Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru.
Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42