Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2024 19:40 Sigmundur Davíð hefur mikinn áhuga á framkvæmdum. Í innslaginu hér að neðan segir hann sína skoðun á nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis. stöð 2 Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan. Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Útsýnistúrinn byrjaði í nefndarherbergi Alþingis. Sigmundur segir framkvæmdina endurspegla tísku ársins 2023. Lítið fari fyrir klassík og hlýleika en hann hefði viljað nota tækifærið til að búa til hús fyrir aldirnar. „Þetta verður svolítið þannig að fólk hugsi þegar það kemur hingað eftir fjörutíu ár: Æj þetta er týpískt 2023 dæmi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fjárfestingarbanki í Borgartúni Hönnun sem þessi myndi sæma sér betur í Borgartúninu. „Þetta er allt í lagi kannski fyrir fjárfestingarbanka eða eitthvað. En fyrir miðstöð lýðræðis í landinu, að verða ellefu hundruð ára gamalt Alþingi þá myndi ég vilja sjá eitthvað klassískara.“ „Við Íslendingar eigum lítið af sögulegri byggð þannig það hefði verið gott að nýta tækifærið til að styrkja heildarmyndina hér í gamla bænum í Kvosinni með flottu húsi sem verður jafn flott eftir hundrað ár. Bannað að negla í veggi Hann segist gera sér grein fyrir því að fólki sé líklega alveg sama um starfsaðstæður þingmanna og ítrekar að allt starfsfólk þingsins sé frábært í málinu. „Þeir eru að hjálpa manni andlega að takast á við þetta.“ Sigmundur sem er mikill áhugamaður um framkvæmdir segir umhverfið svo hrátt að hann hélt raunar að rýmið væri ófrágengið. „Mér skilst að þetta sé bara eins og það eigi að vera, en engar myndir. Það þá ekki negla í steypuveggina.“ Bakveikur þingmaður þarf að sætta sig við hönnunarsófa „Hér er búið að setja steyputappa, frekar en að múra. Ég veit að það er erfitt að fá múrara nú til dags en ég er ekki viss um að það sé meginástæðan fyrir því að þetta sé svona. Þetta á að vera kúl. Hönnunarhús.“ Já áfram með túrinn. Næst skoðum við skrifstofur þingmanna. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sófa sem er inni á öllum skrifstofum og miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason lýsir sem einum þeim óþægilegasta sem hannaður hefur verið. „Beggi er slæmur í bakinu og langaði að fá sérstakan stól, sem hann er með, hingað en það má ekki því þetta er hönnunarhús. Það eiga allir að vera á eins skrifstofum.“ Formaður Viðreisnar sagði í viðtali við mbl.is að það væri helst til hljóðbært á milli herbergja. Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá gerðum við tilraun sem horfa má á í myndskeiðinu að ofan.
Alþingi Byggingariðnaður Miðflokkurinn Arkitektúr Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira