Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:11 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild: Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild:
Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36