Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 21:05 Veðrið er búið að vera brjálað á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag. Hviðurnar hafa náð upp í 36 metra á sekúndu og sitja farþegar fastir í flugvélinni sem átti að fara til Kaupmannahafnar klukkan 15:40 í dag. Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. „Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Sjá meira
„Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Sjá meira