„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:27 Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir fyrirhugað verkfall nemenda í Hagaskóla á morgun algjörlega sjálfsprottið hjá nemendum og að skólinn komi ekkert að skipulagningu þess. Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað. Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað.
Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira