Ekki lengur á Íslandi til að svara fyrir ofbeldi gegn konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 17:11 Karlmaðurinn var dæmdur fyrir brot í Reykjavík árin 2021 og 2022. Hann virðist hafa farið til Póllands fyrir einhverju síðan. Unsplash/Benjamin R. Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins. Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Pólland Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Pólland Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira