Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 12:02 Ragnar og Birta skipulögðu mótmælin ásamt Atlasi Njálssyni. Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn. Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn.
Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira