Hæstiréttur tekur eggjastokkamál fyrir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 16:13 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um miskabætur. Í dóminum sagði að þar sem miskabætur samkvæmt skaðabótalögum væru ekki sérstaklega undanskildar í lögum um sjúklingatryggingu yrði að skýra ákvæðið svo að það tæki til miskabóta á grundvelli nefnds ákvæðis skaðabótalaga. Einnig væru uppfyllt saknæmisskilyrði þess ákvæðis. Byggðu á rangri túlkun Í ákvörðun Hæstaréttar um áfryjunarleyfi segir að Sjúkratryggingar hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi þann 28. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá hafi Sjúkratryggingar byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt hafi Sjúkratryggingar byggt á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Fallist á að dómur gæti haft fordæmisgildi Að endingu hafi Sjúkratryggingar vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi um afgreiðslu bóta úr sjúklingatryggingum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Heilbrigðismál Dómsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um miskabætur. Í dóminum sagði að þar sem miskabætur samkvæmt skaðabótalögum væru ekki sérstaklega undanskildar í lögum um sjúklingatryggingu yrði að skýra ákvæðið svo að það tæki til miskabóta á grundvelli nefnds ákvæðis skaðabótalaga. Einnig væru uppfyllt saknæmisskilyrði þess ákvæðis. Byggðu á rangri túlkun Í ákvörðun Hæstaréttar um áfryjunarleyfi segir að Sjúkratryggingar hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi þann 28. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá hafi Sjúkratryggingar byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt hafi Sjúkratryggingar byggt á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Fallist á að dómur gæti haft fordæmisgildi Að endingu hafi Sjúkratryggingar vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi um afgreiðslu bóta úr sjúklingatryggingum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Heilbrigðismál Dómsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira