Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:34 Páll Erland, forstjóri HS veitna Vísir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira