Efling komin að þolmörkum í viðræðum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 10:08 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Efling hafi komið til móts við SA og eigi nú heimtingu á að samningsvilji þeirra sé virtur. vísir/ívar fannar Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21