Önnur fjölskylda komin yfir landamærin og Sema og Sigrún á leiðinni út Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:43 Kristín Eiríksdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru á leiðinni til Íslands með fjölskylduna sem þær hjálpuðu yfir landamæri Rafah á dögunum. Tvær aðrar íslenskar konur eru á leiðinni út til að hjálpa. Aðsend Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa. María Lilja Þrastardóttir er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM). „Það er móðir með þrjú börn sem eru komin hingað til Kaíró og fara í IOM á sunnudag þar sem verður gengið frá flugi og þau koma þá vonandi til Íslands og svo er það fjölskyldan okkar fyrsta sem er væntanleg til Íslands núna á næstu klukkustundum. Þau eru búin að vera í flugi og gengur vel og krakkarnir æðislega spenntir að hitta pabba sinn í fyrsta skipti, þessi litli,“ segir María Lilja. María biðlar enn og aftur til stjórnvalda að forgangsraða málinu því hún segir að ferlið myndi ganga mun hraðar fyrir sig með aðkomu diplómata. Unga móðirin með börnin sín þrjú, sem María hitti í morgun, er að koma úr afar erfiðum aðstæðum og er heilsan eftir því. Veikindi eru í hópnum. Ameera er elst í systkinahópnum, hún er ellefu ára, Abdeal er sex ára og Howayda er 4 ára. „Þau eru búin að hafast við í tjaldi, kulda og rigningu og þetta eru ung börn, það eru sýkingar og alls konar sem hafa komið upp og ég veit að eitt barnið er að fá læknisaðstoð bara í Kaíró núna vegna þess að það er svolítið lasið. Það er bara svo ótrúlegt með þetta fólk að býr yfir svo mikilli þrautseigju og stóískri ró. Þó það logi eldar þá er alltaf þessi kyrrð yfir þeim, þau eru bara rosalega fegin að vera komin út,“ segir María Lilja. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaðinum við að aðstoða dvalarleyfishafana. Fyrr í dag greindi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá því að stjórn Eflingar hefði ákveðið að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna en í stöðuuppfærslunni segir hún að styrkurinn yrði notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gasa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Egyptaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar (IOM). „Það er móðir með þrjú börn sem eru komin hingað til Kaíró og fara í IOM á sunnudag þar sem verður gengið frá flugi og þau koma þá vonandi til Íslands og svo er það fjölskyldan okkar fyrsta sem er væntanleg til Íslands núna á næstu klukkustundum. Þau eru búin að vera í flugi og gengur vel og krakkarnir æðislega spenntir að hitta pabba sinn í fyrsta skipti, þessi litli,“ segir María Lilja. María biðlar enn og aftur til stjórnvalda að forgangsraða málinu því hún segir að ferlið myndi ganga mun hraðar fyrir sig með aðkomu diplómata. Unga móðirin með börnin sín þrjú, sem María hitti í morgun, er að koma úr afar erfiðum aðstæðum og er heilsan eftir því. Veikindi eru í hópnum. Ameera er elst í systkinahópnum, hún er ellefu ára, Abdeal er sex ára og Howayda er 4 ára. „Þau eru búin að hafast við í tjaldi, kulda og rigningu og þetta eru ung börn, það eru sýkingar og alls konar sem hafa komið upp og ég veit að eitt barnið er að fá læknisaðstoð bara í Kaíró núna vegna þess að það er svolítið lasið. Það er bara svo ótrúlegt með þetta fólk að býr yfir svo mikilli þrautseigju og stóískri ró. Þó það logi eldar þá er alltaf þessi kyrrð yfir þeim, þau eru bara rosalega fegin að vera komin út,“ segir María Lilja. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaðinum við að aðstoða dvalarleyfishafana. Fyrr í dag greindi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, frá því að stjórn Eflingar hefði ákveðið að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna en í stöðuuppfærslunni segir hún að styrkurinn yrði notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gasa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Egyptaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. 9. febrúar 2024 07:16
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. 7. febrúar 2024 13:42