Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 12:10 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11