Léku með fyrrverandi Ísrealshermanni en földu uppruna hans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 11:54 Vadim Gluzman sinnti herskyldu í ísraelska hernum en hefur lengi verið búsettur í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Ísraelskur fiðluleikari lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg í Hörpu í fyrradag. Upplýsingar um uppruna hans voru fjarlægðar í framhaldi af því að kvartanir bárust. Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira