Vegagerð yfir hraunið er lokið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 10:44 Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Aðsend Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Um fimmtíu manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka við í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna er nú lokið, en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er, að því er segir í frétt á vef Hs orku. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. Lögnin verður um fimmhundruð metra löng og mun vega hátt í áttatíu tonn samansett. Verið er að flytja rúllukefli á framkvæmdasvæðið og verður lögnin sett ofan á þau og dregin af jarðýtum út á hraunbrautina sem lokið var við að leggja í nótt. Vonir standa til þess að hægt verði að draga fyrsta hluta lagnarinnar út á hraunið síðdegis í dag. Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar. Vegagerð yfir heitt hraun mikilvægur áfangi Í gær ruddi jarðýta slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og því næst verða jarðvegsfyllingar bornar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakað, annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Að því er fram kemur á vef Hs orku einfaldar sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu. Aðstæður á vettvangi í nótt voru nokkuð erfiðar til suðuHS Orka Skólahald til skoðunar Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga. Íþróttamannvirki og sundlaugar verða lokaðar sem og ráðhús bæjarins. Hefðbundin starfsemi verður í sérstökum búsetuúrræðum, dagdvöl á Nesvöllum og Selinu verða opnar, Björgin er opin en Hvammur og Hæfingarstöðin lokaðar. Heimsendingarþjónusta á mat verður með hefðbundnu sniði og heima- og stuðningsþjónusta óskert fyrir utan það að heimilisþrif verða í lágmarki. Bæjaryfirvöld í samvinnu við almannavarnir gerðu tilraunir til hitunar á á skólahúsnæðum bæjarins í gær. Þær tilraunir standa enn yfir og segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri almannavarna að nánari upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds muni liggja fyrir síðar í dag.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vegagerð Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels