„Þetta er óþarfa tjón“ Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 13:16 Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Bylgjan Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Hlökk Theodórsdóttur skipulagsfræðingi. Þau ræddu skipulagsmál og byggðaþróun á suðvesturhorninu í ljósi þeirra náttúruhamfara sem riðið hafa yfir undanfarið. Páll segir þjóðina nú vera að súpa seyðið af andvaraleysi í byggðaþróun vegna þess hversu róleg tuttugasta öldin var hvað varðar náttúruvá. „Ég er hræddur um að við höfum ekki alveg dregið réttar ályktanir, hvernig ætti að byggja þetta upp og hvaða langtímahugsun skipti máli. Síðan hafa náttúrlega riðið yfir alls konar náttúruhamfarir sem við erum að læra af hægt og rólega, að sumra mati óþarflega hægt. Við sitjum uppi með gamlar syndir sem voru drýgðar þegar menn vissu ekki betur.“ Rangar ályktanir dregnar með alvarlegum afleiðingum Í því samhengi segir Páll að koma hefði mátt í veg fyrir það tjón sem orðið hefur í Grindavík undanfarið, ef byggð hefði verið skipulögð með tilliti til náttúruvár. „Stundum kemur í ljós að við höfum hreinlega dregið rangar ályktanir. Ég held til dæmis að tjónið í Grindavík í sé af þessu tagi. Þetta er tjón sem við hefðum átt að gera fyrirbyggt, sem sé fyrir fram. Við getum orðað þetta þannig, ef við erum svolítið óþverraleg í hugsun, að þetta er óþarfa tjón.“ „Ekki lófastór blettur“ Hlökk segir að ærið verkefni sé að skipuleggja byggð hér á landi þar sem náttúruvá leynist víða. „Það er nánast því, með smá ýkjum, ekki lófastór blettur sem við getum skipulagt byggð á á Íslandi þar sem er ekki ein eða fleiri náttúruvár til að takast á við og taka tillit ti,l við það hvernig við útfærum og þróum byggð. Það er eitt sem við megum ekki gleyma í þessu tilliti, af því að við erum líka að tala um eldvirkni hér, ekki bara sprungurhreyfingar, er hvað hún er nú illfyrirsjáanleg.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Skipulag Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira