Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 13:19 Fróðlegt verður að sjá hvort lögreglan kalli eftir upplýsingum frá konunni varðandi vopnasölu hér á landi. Meðal íslenskra vopnasala er faðir ríkislögreglustjóra en tengslin urðu til þess að embættið lýsti sig vanhæft í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira