Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 11:12 Bæði Brynjar og Jón eru Bjarna þakklátir fyrir að standa í því að leiða Sjálfstæðisflokkinn, sem er ekkert grín ef marka má orð þeirra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. Þeir félagar voru að einhverju leyti að gera upp valdatíð sína en einnig var hugað að stöðu Sjálfstæðisflokksins í tali þeirra og þá stöðu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í því samhengi. Veist að konu Bjarna, börnum og bílar hans rispaðir Brynjar sagði það áhyggjuefni að öflugt fólk þori ekki inn í þessa ljónagryfju sem stjórnmál á Íslandi eru. Og það sé skiljanlegt. „Þegar ég ákvað að fara út í pólitík 2013 spurði kona mína: Ætlarðu lækka tekjurnar fjórfalt og verða fyrir aðkasti. Ertu geðveikur?“ Þá tók Jón til máls og sagði, af því að spurt væri sérstaklega um Bjarna, þá hefði hann ætíð dáðst að því hversu lengi hann hefur enst í þessu starfi. „Miðað við aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Og það vill svo til að við vorum að ræða þetta í dag. Fólk er að veitast að konunni hans úti í búð, börnunum hans. Fólk er að koma og ganga örna sinna á lóðinni heima hjá honum, rispa bílana hans,“ sagði Jón. Unglingsstúlkur pissa á hús og láta svívirðingar fylgja Brynjar skaut því inn í að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð orðið fyrir aðkasti. Jón tók undir það. „Að menn skuli endast svona lengi í þessu, það er ekki annað hægt en dáðst að því.“ Því má svo við þetta bæta að í pistli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag eru svipaðar lýsingar. Þar segir hann að unglingsstúlkum finnist það eðlilegt og nauðsynlegt að útbúa myndband og birta á samfélagsmiðlum þar sem þær pissi utan í vegg stjórnmálamanns sem er þeim ekki þóknanlegur. „Og þær láti persónulegar svívirðingar fylgja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Garðabær Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þeir félagar voru að einhverju leyti að gera upp valdatíð sína en einnig var hugað að stöðu Sjálfstæðisflokksins í tali þeirra og þá stöðu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í því samhengi. Veist að konu Bjarna, börnum og bílar hans rispaðir Brynjar sagði það áhyggjuefni að öflugt fólk þori ekki inn í þessa ljónagryfju sem stjórnmál á Íslandi eru. Og það sé skiljanlegt. „Þegar ég ákvað að fara út í pólitík 2013 spurði kona mína: Ætlarðu lækka tekjurnar fjórfalt og verða fyrir aðkasti. Ertu geðveikur?“ Þá tók Jón til máls og sagði, af því að spurt væri sérstaklega um Bjarna, þá hefði hann ætíð dáðst að því hversu lengi hann hefur enst í þessu starfi. „Miðað við aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Og það vill svo til að við vorum að ræða þetta í dag. Fólk er að veitast að konunni hans úti í búð, börnunum hans. Fólk er að koma og ganga örna sinna á lóðinni heima hjá honum, rispa bílana hans,“ sagði Jón. Unglingsstúlkur pissa á hús og láta svívirðingar fylgja Brynjar skaut því inn í að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð orðið fyrir aðkasti. Jón tók undir það. „Að menn skuli endast svona lengi í þessu, það er ekki annað hægt en dáðst að því.“ Því má svo við þetta bæta að í pistli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag eru svipaðar lýsingar. Þar segir hann að unglingsstúlkum finnist það eðlilegt og nauðsynlegt að útbúa myndband og birta á samfélagsmiðlum þar sem þær pissi utan í vegg stjórnmálamanns sem er þeim ekki þóknanlegur. „Og þær láti persónulegar svívirðingar fylgja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Garðabær Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira