Vill verða formaður FEB Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:05 Sigurður Ágúst Sigurðsson lét nýverið af störum sem forstjóri Happdrættis DAS. Aðsend Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri DAS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Aðalfundur félagsins sem fram fer hinn 21. febrúar. Greint er frá framboðinu í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi víðtæka reynslu í aðkomu að uppbyggingu dvalarheimila á vegum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, en síðastliðin þrjátíu ár hafi Sjómannadagsráð staðið fyrir uppbyggingu fimm hundruð öryggis- og þjónustuíbúða og átta hjúkrunarheimila. „Hann lét nýverið af störfum sem forstjóri Happdrættis DAS, en hann gegndi því starfi í 33 ár og sat stjórnarfundi Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Áður starfaði hann sem aðalbókari Hrafnistuheimilanna og sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur (nú SHS). Sigurður er fæddur árið 1953 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðrúnu B. Björnsdóttur læknaritara og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Sigurður útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands og er með próf frá Háskólanum í Reykjavík í fjármálum og rekstri. Sigurður situr í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða en hann hefur enn fremur víðtæka reynslu af stjórnar- og nefndarstörfum. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum dómsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna fyrir happdrætti DAS. Enn fremur hefur Sigurður komið að starfi íþróttahreyfingarinnar, en hann var formaður handknattleiksdeildar ÍR í 4 ár og leikmaður meistaraflokks ÍR og KA í handbolta á yngri árum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurði að verði hann kjörinn formaður FEB muni hann leggja mitt að mörkum til að viðhalda og bæta það góða félagsstarf sem nú sé rekið innan félagsins. „Þá mun ég berjast gegn því óréttlæti sem eldri borgurum er sýnt á allt of mörgum sviðum, en draga verður verulega úr tekjuskerðingum þess hóps sem fær ellilífeyrir almannatrygginga frá Tryggingastofnun,“ segir Sigurður og bætir við: „Jafnframt er nauðsynlegt að fleiri úrræði verði í boði í húsnæðismálum aldraða í framtíðinni, en lífaldur fólks fer hækkandi og eldra fólki fjölgandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Greint er frá framboðinu í tilkynningu þar sem fram kemur að hann hafi víðtæka reynslu í aðkomu að uppbyggingu dvalarheimila á vegum Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, en síðastliðin þrjátíu ár hafi Sjómannadagsráð staðið fyrir uppbyggingu fimm hundruð öryggis- og þjónustuíbúða og átta hjúkrunarheimila. „Hann lét nýverið af störfum sem forstjóri Happdrættis DAS, en hann gegndi því starfi í 33 ár og sat stjórnarfundi Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Áður starfaði hann sem aðalbókari Hrafnistuheimilanna og sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur (nú SHS). Sigurður er fæddur árið 1953 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðrúnu B. Björnsdóttur læknaritara og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Sigurður útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands og er með próf frá Háskólanum í Reykjavík í fjármálum og rekstri. Sigurður situr í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða en hann hefur enn fremur víðtæka reynslu af stjórnar- og nefndarstörfum. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum dómsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna fyrir happdrætti DAS. Enn fremur hefur Sigurður komið að starfi íþróttahreyfingarinnar, en hann var formaður handknattleiksdeildar ÍR í 4 ár og leikmaður meistaraflokks ÍR og KA í handbolta á yngri árum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurði að verði hann kjörinn formaður FEB muni hann leggja mitt að mörkum til að viðhalda og bæta það góða félagsstarf sem nú sé rekið innan félagsins. „Þá mun ég berjast gegn því óréttlæti sem eldri borgurum er sýnt á allt of mörgum sviðum, en draga verður verulega úr tekjuskerðingum þess hóps sem fær ellilífeyrir almannatrygginga frá Tryggingastofnun,“ segir Sigurður og bætir við: „Jafnframt er nauðsynlegt að fleiri úrræði verði í boði í húsnæðismálum aldraða í framtíðinni, en lífaldur fólks fer hækkandi og eldra fólki fjölgandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira